Fimm af sjö bestu í sögunni hlaupa í London

Florence Kiplagat bætti heimsmetið í hálfmaraþoni kvenna í Barcelona í dag, en gamla metið átti hún sjálf frá sama hlaupi í fyrra. Nýja metið er 1:05:09 og er þremur sekúndum hraðar en hlaupið í fyrra.

Aðstæður voru með besta móti, líkt og í fyrra: Hitinn var rétt yfir 10 gráðum og hérar leiddu Kiplagat í gegnum 5km á 15:38 og 10km á 31:02. Millitíminn á 15km var 46:14 sem er jafnframt bæting á heimsmeti Tirunesh Dibaba í þeirri grein.

Leave a Reply