Góð 300m hlaup í Kaplakrika

Góður árangur náðist í 300m hlaupum á Desembermóti FH sem fram fór í gær.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir bætti sinn besta tíma þegar hún sigrað í kvennaflokki á 38,80sekúndum. Fyrir átti Arna 39,59 sekúndur, en hún er enn í öðru sæti afrekalistans frá upphafi á eftir Silju Úlfarsdóttur sem á 38,29. Arna bætti einnig sinn besta árangur í 60m hlaupi á mótinu þegar hún hljóp á 7,78 sekúndum. Í öðru sæti varð Þórdís Eva Steinsdóttir á 39,66 sem er met í flokki stúlkna 15 ára og 16-17 ára og jafnframt þriðji besti árangur frá upphafi. Þá hljóp Vilhelmína Þór Óskarsdóttir mjög vel og varð þriðja á 41,70 sekúndum.

Í karlaflokki sigraði Kolbeinn Höður Gunnarsson á 34,84 sem er næst besti árangur frá upphafi á eftir Íslandsmeti Trausta Stefánssonar og met í flokki 20-22 ára. Annar varð Kormákur Ari Hafliðason á 35,15 sem er einnig aldursflokkamet 18-19 ára. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 36,38 og Bjarni Anton Theódórsson, ungur hlaupari úr Fjölni, náði einnig mjög góðum tíma í fjórða sæti 36,74.

Öll úrslit mótsins eru á gamla mótaforritinu http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2555.htm

Leave a Reply