Jimmy Vicaut jafnar Evrópumet

Frakkinn Jimmy Vicaut hljóp 100 metrana frábærlega á Montreuil mótinu í París í dag. Tími Vicauts er besti tími ársins í heiminum og jöfnun á Evrópumetinu 9,86 sem var þó fyrir í eigu hans sjálfs og Portúgalans Francis Obikwelu.

Á sama móti bætti keníska stúlkan Margaret Wambui sinn besta 800m tíma verulega þegar hún hljóp á 1:57,52. Margir íslenskir frjálsíþróttaáhugamenn gætu kannast við Wambui sem varð heimsmeistari unglinga í Oregon 2014 í hlaupi þar sem Aníta Hinriksdóttir leiddi fyrri hring á 56,44 sekúndum og hætti keppni. Tími Wambui er sá þriðji besti í heiminum í greininni, en bestan tíma á Caster Semenya frá Suður-Afríku sem hefur sýnt ótrúlega yfirburði á brautinni það sem af er sumars. Aníta Hinriksdóttir er sem stendur í 27. sæti heimslistans.

Leave a Reply