Schippers lætur vita af sér á Bislett

Dafne Schippers heimsmeistari í 200m hlaupi náði næst besta tíma ferils síns í greininni á demantamótinu í Osló í gær. Schippers hljóp á 21,93 sekúndum sem er besti tími ársins í heiminum. Önnur í hlaupinu varð Elaine Thompson, silfurverðlaunahafi frá HM í Beijing, á tímanum 22,63.

Tímar Schippers og Thompson eru  3. og 5. sæti heimslistans frá upphafi eftir úrslitahlaupið frábæra á HM í fyrra. Þar hlupu þær á 21,63 og 21,66. Líklegast munu þessar tvær berjast um gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Rio, en auk þeirra ættu bandarísku stúlkurnar Allyson Felix og Tori Bowie að blanda sér í baráttuna um verðlaun þar. Bowie átti besta tíma ársins í heiminum þar til í gær; 21,99.

Leave a Reply