Ari fjórði besti í 200m í sögunni

Ari Bragi Kárason keppti í 100m og 200m hlaupum á sterku móti í Cork á Írlandi í gær.

Ari Bragi kom annar í mark í 200m hlaupi á persónulegu meti 21,30 sekúndum sem skilar honum í fjórða sæti á afrekalista Íslendinga frá upphafi. Fáir hafa yfir jafn miklum hámarkshraða að ráða, en auk þess sýnist hraðaþol Ara vera mun betra en áður. Myndband af hlaupinu (hlekkur hér fyrir ofan) sýnir hversu sterkur hann var síðari hluta hlaupsins því hann vann inn mikið forskot Bretans Edmond Amaning sem varð tveimur hundruðustu á undan Ara.

Í 100m hlaupinu var meðvindur yfir leyfilegum mörkum (3,3 m/s) en frammistaða Ara var mjög góð þar einnig. Hann hljóp sitt hraðasta hlaup í öllum aðstæðum á tímanum 10,50 sekúndum. Besta hlaup Ara er 10,66 í mótvindi upp á 1,7 m/s og miðað við siglinguna á honum og Kolbeini Heði (sem hljóp 100m á 10,65 í meðvindi í gær) í spretthlaupum er góður möguleiki á að Íslandsmet falli ef hlaup næst í góðum aðstæðum.

Leave a Reply