Bæting hjá Ívari og Guðbjörg með stúlknamet í 200m

Ívar Kristinn Jasonarson bætti sinn besta árangur í 200m hlaupi utanhúss þegar hann kom fyrstur í mark á Vormóti ÍR í kvöld. Tími Ívars var 21,82 sekúndur en best átti hann 21,91 frá Smáþjóðaleikunum í fyrra. Fínn meðvindur var fyrir 200m hlaup í kvöld, þó ekki hafi verið heitt í veðri. Kormákur Ari Hafliðason (22,38) og Guðmundur Ágúst Thoroddsen (22,65) sem urðu í öðru og þriðja sæti náðu einnig sínum besta utanhússárangri í hlaupinu.

Ívar átti einnig sitt næst besta 400m grindahlaup í kvöld en sigurtími hans á mótinu var 53,20 sekúndur. Besti árangur Ívars, sem er landsliðsmaður í greininni, er 52,99 frá móti í Belgíu nú í byrjun júní.

200m kvenna sigraði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á nýju 15 ára stúlknameti, 25,04 sekúndum. Sigríður Karlsdóttirvarð önnur á persónulegu meti 26,44 og Ingibjörg Sigurðardóttir varð þriðja á 27,47 sem einnig er persónulegt met.

Leave a Reply