Caster Semenya höfðar mál gegn Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu

Suður-afríski millivegalengdahlauparinn Caster Semenya segir að hún muni láta reyna á nýjar reglur IAAF varðandi leyfileg mörk testósteróns í blóði.

Nýju reglurnar sem eiga að taka gildi í nóvember á þessu ári setja skilyrði um leyfilegt magn testósteróns hjá kvenkyns íþróttamönnum í vegalendum frá 400m til mílu (1609m). “Ég vil bara fá að hlaupa eins og ég er gerð frá náttúrunnar hendi, eins og ég var fædd. Það er ekki sanngjarnt að mér sé sagt að ég þurfi að breytast. Það er ekki sanngjarnt að fólk efist um hver ég sé. Ég er Mokgadi Caster Semenya. Ég er kona og ég hleyp hratt” sagði Semenya í fréttatilkynningu.

Þegar reglan var kynnt í apríl þótti strax augljóst að reglan væri að stórum hluta til kominn vegna Semenya, sem hefur verið umdeild síðan hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu 2009.

Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn (e. Court of Arbitration for Sport) mun taka málið fyrir.

Leave a Reply