Andrea náði lágmarkinu í 3.000m hindrunarhlaupi þegar hún hljóp á tímanum 10:31,69 en hlaupið saman stendur af 28 búkkum, 7 vatnsgryfjum og svo metrunum 3.000. Lágmarkið á heimsmeistaramótið er 10:43 en nú þegar hafa Tiana Ósk Whitworth (100m), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (100m) og Erna Sóley Gunnarsdóttir (kúluvarpi) tryggt sér farseðilinn til Finnlands.
Ekki nóg með að Andrea hafi landað HM U20 lágmarki heldur gerði hún sér lítið fyrir og sló sjálft Íslandsmetið. Andrea bætti metið um rúmar 10 sek sem áður var í eigu Írisar Önnu Skúladóttur úr Fjölni. Metið setti Íris í Tallinn árið 2008 en það hefði átt 10 ára afmæli á morgun, 21. júní.
Andrea er einungis 19 ára gömul og er þetta hennar fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki. Silfrið óskar Andreu innilega til hamingju með árangurinn.