Hinn sögufrægi Hayward Field fær andlitslyftingu

Hayward Field er einn sögufrægasti frjásíþróttavöllur í heimi, staðsettur í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum eða “Tracktown, USA” eins og bærinn er gjarnan kallaður. Völlurinn var byggður árið 1919 og hefur verið heimavöllur frjálsíþróttaliðs University of Oregon frá 1921.  Völlurinn er nefndur eftir Bill Hayward sem var frjálsíþróttaþjálfari skólaliðsins frá 1904 til 1947.

Stúka vallarins sem hefur verið eitt af kennileitum bandarískra frjálsíþrótta fékk að víkja í síðustu viku en fyrirhuguð er allsherjar enduruppbygging vallarins eins og sést á meðfylgjandi myndum og myndbandi. Völlurinn hefur hýst gríðarmörg stórmót í gegnum tíðina og spilaði m.a. stórt hlutverk í kvikmyndinni um Steve Prefontaine, Without Limits en Pre er einmitt ein af mörgum stjörnum sem æft hafa á vellinum.

Leave a Reply