Skæra-stíllinn svokallaði var vinsæll í kringum aldamótin 1900 og meðal annars notaður af hástökkvurum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum árið 1896. Um þetta leyti stóð heimsmetið í 1,93m en síðar tóku við ýmis stílafbrigði eins og “eastern cut-off” og “western / barrell roll” stílarnir eða allt þar til Fosbury stíllinn varð allsráðandi meðal hástökkvara eftir Ólympíuleikana 1968.
Skæra-stíllinn er þó enn í dag notaður við æfingar og það vakti mikla athygli þegar Stefan Holm fór yfir 2,10m í upphitun með stílnum. Mutaz Barshim gerði sér síðar lítið fyrir og fór yfir 2,15m á æfingu árið 2014. Nú hefur Barshim aftur bætt um betur þegar hann fór létt með 2,16m á æfingu og sýndi að hann er til alls líklegur í sumar.
Heimsmet Javier Sotomayor (2,45m) er komið vel til ára sinna en það var sett fyrir 25 árum. Barshim hefur þegar stokkið 2,40m á þessu ári en hæst hefur hann stokkið 2,43m. Það er því spurning hvort met Sotomayor verði í hættu í sumar.
Þetta er hrikalegur náungi! Þetta hlýtur að vera hæsta stökk sem vitað er um með þessum stíl.