Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Guðni Valur Guðnason

Frjálsíþróttamaður mánaðarins er liður sem var mjög vinsæll hér á Silfrinu um árið. Þar fengum við að kynnast hinum ýmsu frjálsíþróttamönnum á léttum nótum og höfum við nú ákveðið vekja liðinn upp af værum svefni.

Hafdís Sigurðardóttir var frjálsíþróttakona maímánaðar árið 2016.

Frjálsíþróttamaður júlímánaðar er enginn annar en kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Hann er einn af okkar fremstu frjálsíþróttamönnum um þessar mundir en hann keppti m.a. á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og Evrópumeistaramótinu í Amsterdam sama ár. Guðni Valur náði nýverið lágmarki á Evrópumeistaramótið í Berlín eins og Silfrið hefur fjallað um. Kynnumst Guðna aðeins betur.

Gælunafn: Guðni

Aldur: 22

Félag: Íþróttafélag Reykjavíkur

Grein og PB: Kringlukast, 65,53m

Þjálfari: Kast þjálfari – Pétur Guðmundsson. Lyftingarþjálfari – Óðinn Björn Þorsteinsson.

Instagram: @gudnigudna

Uppáhalds matur?
Mexíkósk kjúklingasúpa.

Uppáhalds drykkur?
Næstum kalt vatn.

Uppáhalds lag?
One – Metallica.

Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar?
Til að komast í landsliðið og fara frítt til útlanda með félaga mínum. Hef samt ekki farið með honum út ennþá…

Hvernig hljómar síðasta æfing sem þú tókst?
Létt upphitun og síðan drillur. Svo tóku við hrikalegar lyftingar.

Hvernig hljómar erfiðasta æfing sem þú hefur tekið?
10×10 bekkur og beygja á sömu æfingunni. Það er ekkert grín hvað það tekur langan tíma.

Hver er toppurinn á ferlinum hingað til?
Rio 2016.

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í frjálsum?
Væri líklegast ennþá í golfi eða farinn aftur í körfu.

Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni?
Ég hlusta á einhverja hrikalega pepp tónlist, yfirleitt einhverja þunga metal tónlist eða old school rap.

Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum?
Held ég eigi bara ekkert svoleiðis, man allavegana ekki eftir neinu.

Uppáhalds frjálsíþróttamenn?
Adam Nelson, Virgilijus Alekna og Lars Riedel.

Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn?
Haha ekki grænan.

Fallegasta frjálsíþróttakonan?
Rebecca Campsall eða Nadine Visser. Annars eru bilað margar bilað flottar, bara einu sem ég man eftir eins og er.

Adidas eða Nike?
Nike.

Ef þú gætir bara afrekað annað hvort, hvort myndir þú vilja setja heimsmet eða vinna Ólympíugull og af hverju?
Væntanlega gullið. Það er fullt af Íslendingum sem eiga heimsmet en enginn á ÓL gull!

Sturluð staðreynd um þig:
Ég var bara ca 165cm þegar ég fermdist.

Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur?
https://www.youtube.com/watch?v=Hr6gtbwkqwc&feature=youtu.be

Fylgist með hér á Silfrinu í byrjun næsta mánaðar þegar það kemur í ljós hver frjálsíþróttakona ágústmánaðar verður.

One comment

Leave a Reply