Þátttaka Íslands á Evrópumeistaramótinu utanhúss í frjálsíþróttum 1946 til 2016

 Alls hafa 70 íslenskir frjálsíþróttamenn tekið þátt í 21 móti á tímabilinu 1946 til 2016

Evrópumeistaramót í frjálsíþróttum var fyrst haldið í Torino á Ítalíu 1934. Mótið var haldið í París 1938 en síðan ekki fyrr en í Osló 1946 og þá sendu Íslendingar stóran hóp keppenda, 10 manns. Mótin voru yfirleitt haldin á fjögurra ára fresti (með undantekningum 1969 og 1971) fram til 2010 en þá var ákveðið að keppt yrði á tveggja ára fresti. Íslendingar sendu 7 til 10 manna hóp á fyrstu fjögur mótin en frá 1962 til dagins í dag hafa keppendur frá Íslandi verið á bilinu 2 til 6. Silfrið hefur tekið saman allan árangur allra keppenda og veður hann gerður aðgengilegur síðar. Hér verða nokkur eftirminnileg atriði tekin fyrir og birtur listi yfir alla íslenska keppendur á EM.

Fjórir Íslendingar hafa unnið til verðlauna

7Gunnar Huseby er einn mesti afreksmaður sem Ísland hefur alið. Hann vann gullverðlaun á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti í Osló 1946 og kastaði 15,56 m. Fjórum árum seinna vann hann aftur gullverðlaun og nú með yfirburðum, kastaði þá 16,67 m.

v

Torfi Bryngeirsson vann gullverðlaun í langstökki í Brussel 1950.  Torfi komst líka í úrslit í stangarstökki og þótti líklegur til að ná verðlaunum í báðum greinum. Þar sem úrslitin i þessum greinum fór fram á sama tíma varð hann að velja á milli. Hann valdi langstökkið og vann gullverðlaun með stökki upp á 7,32 m.

ty

Örn Clausen vann silfurverðlaun í tugþraut í Brussel 1950 eftir gríðarlega harða keppni við Ignace Heinrich. Örn var fyrstur eftir fyrri daginn og var keppnin mjög hörð allan tímann en Örn hlaut 6819 stig, aðeins 8 stigum minna en Heinrich. Það vakti mikla athygli þegar Örn sá að hann myndi ekki hafa sigur og hægði á í lokin á 1500 m hlaupinu til að taka í hönd Heinrich og saman fóru þeir yfir marklínuna.

Ég mun aldrei gleyma síðustu
grein tugþrautarinnar, þegar ég
dauðþreyttur fann hönd Íslendingsins
taka um mína, og þar með
gera mér ljóst, að ég væri búinn
að vinna gullið fyrir Frakkland (Heinrich í blaðaviðtali eftir einvígið við Örn)

t

Vilhjálmur Einarsson er að sjálfsögðu þekktastur fyrir silfurverðlaunin í þrístökki á Ólympíuleiknum 1956. Færri vita að hann vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu 1958 í Stokkhólmi, stökk 16,00 m. Þá má geta þess að hann var nálægt verðlaunasæti fjórum árum seinna og varð þá í sjötta sæti.

Íslensku spretthlaupararnir frábærir í Brussel 1950

Það er ótrúlegt að lesa blaðfregnir frá þessum tíma, hver spretthlauparinn á fætur öðrum komst í úrslit og svo komst boðhlaupssveitin í úrslit og var svo sannarlega í baráttunni, varð í 5. sæti á 41,9 sek. og á sama tíma og sveitir Breta og Svía sem urðu í 3. og 4. sæti. Guðmundur Lárusson komst í úrslit í 400 m hlaupi og varð 4. á 48,1 sek. Haukur Clausen komst í úrslit í 100 og varð 5. á 10,8 sek. Ásmundur Bjarnason komst í úrslit í 200 og varð í 5. sæti á 22,1 (21,9 í undanúrslitum). Boðhlaupssveitin var skipuð þeim Finnbirni Þorvaldssyni, Ásmundi Bjarnasyni, Guðmundi Lárussyni og Hauki Clausen.

Frá 1966 hafa 16 konur tekið þátt í EM utanhúss

Hlutur íslenskra frjálsíþróttakvenna hefur verið stór á síðari árum og síðar væri gaman að gera árangri þeirra allra skil hér á síðunni. Blað var brotið 1966 þegar Sigrún Sæmundsdóttir tók þátt og í Aþenu 1969 keppir spretthlauparinn Kristín Jónsdóttir og annar spretthlaupari og grindahlaupari, Ingunn Einarsdóttir, keppti í Helsinki 1971.

Á mótunum 1974 og 1978 keppir engin íslensk kona en1982 keppir Þórdís Gísladóttir í hástökki og á níunda og tíunda áratugnum keppa þær Helga Halldórsdóttir í 400 m grindahlaupi, Martha Ernstsdóttir í 10.000 m hlaupi, Guðrún Arnardóttir í 400 m grindahaupi og Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir í stangarstökki.

Eftir aldamótin 2000 hafa sex konur tekið þátt, Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti, Helga Margrét Þorsteinsdóttir í sjöþraut, Kristín Birna Ólafsdóttir í 400 m grindahlaupi, Hafdís Sigurðardóttir í langstökki, Aníta Hinriksdóttir í 800 m hlaupi og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 400 m grindahlaupi

2

Það var 1966 sem Ísland sendi fyrst konu til keppni. Það var Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ sem kepppti í hástökki og fimmtarþraut í Búdapest 1966.

Guðrún nálægt verðlaunasæti og margar komist í úrslit, síðast Ásdís og Aníta

IMG_20180804_0001Guðrún Arnardóttir var í hópi bestu grindahlaupara heims um tíma. Á Evrópumeistaramótinu í Budapest 1998 varð í hún 4. í úrslitum í 400 m grindahlaupi á 54,59 sek. Stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir náðu að komast í úrslit og á síðasta móti komust Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir í úrslit og náðu báðar 8. sæti. Ásdís komst einnig í úrslit 2010 og varð þá í 10. sæti.

Alls 70 keppendur fyrir Ísland

Það eru alls 70 Íslendingar sem keppt hafa á EM í frjálsum utanhúss. Ásdís Hjálmsdóttir hefur oftast tekið þátt og í Berlín keppir hún á sínu sjötta móti. Aníta Hinriksdóttir er að keppa á sínu þriðja móti, Guðni Valur í annað sinn en Sindri Hrafn í fyrsta sinn.

Aníta Hinriksdóttir 2014, 2016 800
Arna Stefanía Guðmundsdóttir 2016 400 m grindahlaup
Ásdís Hjálmsdóttir 2006, 2010, 2012, 2014, 2016 spjótkast
Ásmundur Bjarnson 1950, 1954 100, 200, 4×100
Bjarni Stefánsson 1971 100
Björgvin Hólm 1958 tugþraut
Björn Margeirsson 2006 800
Björn Vilmundarson 1946 langstökk
Einar Daði Lárusson 2012 tugþraut
Einar Vilhjálmsson 1982, 1986, 1990 spjótkast
Elías Sveinsson 1978 tugþraut
Erlendur Valdimarsson 1969, 1971 Kringlukast, sleggjukast
Finnbjörn Þorvaldsson 1946, 1950 100, 200, 4×100
Guðmundur Hermannsson 1969 kúluvarp
Guðmundur Lárusson 1950 400, 4×100
Guðmundur Sverrisson 2014 spjótkast
Guðmundur Vilhjálmsson 1954 100
Guðni Valur Valsson 2016 kringlukast
Guðrún Arnardóttir 1998 400 m grindahlaup
Gunnar Huseby 1946, 1950, 1958 kúluvarp, kringlukast
Hafdís Sigurðardóttir 2014, 2016 langstökk
Hallgrímur Jónsson 1954, 1958 kringlukast
Haukur Clausen 1950 100, 4×100, tugþraut
Heiðar Georgsson 1958 stangarstökk
Helga Halldórsdóttir 1986 400 m grindahlaup
Helga Margrét Þorsteinsdóttir 2010 sjöþraut
Hilmar Þorbjörnsson 1958 100
Hreinn Halldórsson 1974, 1978 kúluvarp
Ingunn Einarsdóttir 1971 100 m grindahlaup
Íris Grönfeldt 1986 spjótkast
Jóel Sigurðsson 1946, 1950 spjótkast
Jón Arnar Magnússon 1994, 1998, 2002 tugþraut
Jón Diðriksson 1978, 1982 800,1500
Jón Ólafsson 1946 kringlukast
Jón Þ. Ólafsson 1962, 1966 hástökk
Kári Steinn Karlsson 2014 maraþon
Kjartan Jóhannsson 1946 400, 800
Kristinnn Torfason 2012 langstökk
Kristín Birna Ólafsdóttir 2010 400 m grindahlaup
Kristín Jónsdóttir 1970 100
Kristleifur Guðbjörnsson 1962 3000 m hindrunarhlaup
Magnús Jónsson 1950 800
Martha Ernstsdóttir 1990, 1994 10000
Oddur Sigurðsson 1982 400
Óðinn Björn Þorsteinsson 2010, 2012 kúluvarp
Óliver Steinn 1946 langstökk
Óskar Jakobsson 1978 kringlukast
Óskar Jónsson 1946 800, 1500
Pétur Einarsson 1950 800, 1500
Pétur Guðmundsson 1990,1994, 1998 kúluvarp
Pétur Rögnvaldsson 1958 tugþraut
Sigrún Sæmundsdóttir 1966 hástökk, fimmtarþraut
Sigurður Einarsson 1986, 1990, 1994 spjótkast
Sigurður Matthíasson 1990 spjótkast
Skúli Guðmundsson 1946 hástökk
Skúli Thorarensen 1954 kúluvarp
Stefán Hallgrímsson 1974 tugþraut
Stefán Sörensen 1946 þrístökk
Svavar Markússon 1958 800, 1500
Torfi Bryngeirsson 1950, 1954 langstökk, stangarstökk
Trausti Stefánsson 2012 400
Vala Flosadóttir 1998, 2002 stangarstökk
Valbjörn Þorláksson 1958, 1962, 1966 stangarstökk
Vésteinn Hafsteinsson 1990, 1994 kringlukast
Vilhjálmur Einarsson 1954, 1958, 1962 þrístökk
Vilmundur Vilhjálmsson 1978 100,200
Þorsteinn Ingvason 2010 langstökk
Þórdís Gísladóttir 1982 hástökk
Þórður B. Sigurðsson 1954 sleggjukast
Þórey Edda Elísdóttir 1998, +2002 stangarstökk

Leave a Reply