Site icon Frjálsíþróttavefurinn Silfrið

Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Þessi knái hástökkvari hefur staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 cm og er nú í komin  6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.

Guðni Valur var frjálsíþróttamaður júlímánaðar.

Þóranna lenti í þriðja sæti á Smáþjóðameistaramótinu í Liechtenstein í júní. Í júlí varð hún svo Íslandsmeistari á heimavelli ásamt því að verða Bikarmeistari eftir harða keppni við Maríu Rún Gunnlaugsdóttur. Á Bikarkeppninni fór Þóranna í fyrsta skipti yfir 1,77m og lék hún það eftir á Norðulandameistaramótinu í Svíþjóð fyrr í mánuðinum þegar hún lenti í 5. sæti.

Gælunafn:  Þóranna.

Aldur: 22 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Instagram: @thorannaosk

Félag: UMSS.

Grein og PB: Hástökk og 1,77m.

Þjálfari: Sigurður Arnar Björnsson.

Uppáhalds matur? Á engan einn uppáhaldsrétt en ég elska mat frá Mexico.

Uppáhalds drykkur? Sítrónu kristall í dós.

Uppáhalds lag? Flest allt frá 9unda áratugnum.

Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar? Besta vinkona mín flutti úr bænum þegar ég var 11 ára og ég hafði þá ekkert að gera þannig mamma hvatti mig til að prófa æfa íþróttir. Ég byrjaði að æfa frjálsar hjá meistara Gunnari Sigurðsyni um haustið og síðan þá hef ég varla gert annað.

Hver er toppurinn á ferlinum hingað til? Árið 2018 er allavega búið að vera besta árið mitt hingað til og sérstaklega sumarið.

Hvernig hljómar síðasta æfing sem þú tókst? Það var mjög róleg æfing, hitaði upp, liðkaði mig og fór svo aðeins að lyfta, tók clean og grunna beygju.

Hvernig hljómar erfiðasta æfing sem þú hefur tekið? Er ekki mikið í sýru hraðaþols æfingum en oft, sérstaklega á veturna, er ég á þriggja tíma æfingum sem innihalda hlaup/hopp/köst og lyftingar og ég elska það. Svo góð tilfinning að fara heim og vera búin að leggja inn mikla vinnu og vera gjörsamlega búin á því. En svo er líka erfitt að taka tækniæfingu í hástökki ef það gengur ekki vel, hausinn þarf að vera á réttum stað.

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í frjálsum? Körfubolta.

Hvað gerir þú í frítíma þínum þegar að þú ert ekki að æfa og keppa? Er alltaf í vinnunni á daginn á virkum dögum og fer svo á æfingu öll virk kvöld. Ég reyni að slaka sem mest á inn á milli og á veturnar horfi ég mikið á körfubolta.

Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni? Sofa og borða vel. Ná hausnum á réttan stað, þegar ég byrja að hita upp kemst ég svo almennilega í gírinn og hlakka bara til að byrja stökkva.

Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum? Á ekki beint neitt sérstaklega vandræðilegt, en það er eitt svona klaufalega óheppilegt sem gerðist fyrir 2 árum. Ég var á síðustu hástökksæfingu fyrir fyrsta mót sumarsins og mér tókst að slíta liðband í þumalfingri þegar ég lenti ofan á höndinni eftir misheppnað stökk. Var í gipsi í 4 vikur og gat ekkert keppt.

Uppáhalds frjálsíþróttamenn? All time er Blanka Vlasic, en svona núna upp á síðkastið er Nafi Thiam, Shaunae Miller-Uibo og Elena Vallortigara.

Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn? Öö er alveg tóm.

Fallegasta frjálsíþróttakonan?  Dettur fyrst Dina Asher-Smith í hug, hún er alltaf svo glöð og brosandi.

Adidas eða Nike? Á held ég meira af Nike fötum og skóm en elska Adidas hástökkskó.

Ef þú gætir bara afrekað annað hvort, hvort myndir þú vilja setja heimsmet eða vinna Ólympíugull og af hverju? Ólympíugull hugsa ég.

Sturluð staðreynd um þig: Ég var 147cm í fjórða bekk og hef bara stækkað um 2cm síðan ég fermdist.

Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur? Mér finnst skemmtilegast að finna gamlar hástökkskeppnir og horfa á þær, þannnig myndi mæla með því.

 

Exit mobile version