Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Kristófer Þorgrímsson

Að þessu sinni er spretthlauparinn Kristófer Þorgrímsson frjálsíþróttamaður mánaðarins hér á Silfrinu. Kristófer hefur átt sitt besta tímabil til þessa nú í sumar en hann hljóp 100m undir 11 sekúndum í fyrsta skipti á Meistaramóti Íslands á Sauðárkróki þar sem hann náði þriðja sæti. Kristófer náði svo aftur þriðja sæti á Bikarkeppni FRÍ í Borgarnesi í sömu grein.

kristofer2

Kristófer hefur í nógu að snúast þegar hann er ekki á hlaupabrautinni, en kappinn stundar nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands ásamt því að starfa hjá fyrirtækinu Anitar við stýringu vöruþróunar og framleiðslu. Kristófer starfar einnig sem verkefnastjóri miðlunarmála hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands og hefur lyft þeim málum hjá sambandinu upp á hærra plan á þeim stutta tíma sem hann hefur sinnt starfinu. Kynnumst Kristófer aðeins betur.

Gælunafn: Kristof (Lemaitre).

Aldur: 26 ára.

Hjúskaparstaða: Á lausu.

Instagram: @kthorgrims

Félag: FH.

Grein og PB: 60m – 7,07s og 100m – 10,94s.

Þjálfari: Einar Þór Einarsson.

Uppáhalds matur?
Flestur indverskur matur.

Uppáhalds drykkur?
Vatn.

Uppáhalds lag?
Daniel Paul – Ayodhya.

Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar?
Til þess að verða betri fótboltamaður.

Hver er toppurinn á ferlinum hingað til?
Þegar ég hljóp undir 11 sekúndur í 100m.

Hvernig hljómar síðasta æfing sem þú tókst?
4×120 metrar í göddum. 10-10-9-9…2-2-1-1 upphýfingar og dýfur.

Hvernig hljómar erfiðasta æfing sem þú hefur tekið?
Engin ein sérstök en ég myndi segja hefðbundin sprint æfing. Sex sinnum 30 metrar í æfingaandanum (exergenie) og svo tveir 80 metrar í lokin.

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í frjálsum?
Fótbolta.

Hvað gerir þú í frítíma þínum þegar að þú ert ekki að æfa og keppa?
Ég horfi á Photoshop og Premiere Pro tutorials á YouTube.

Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni?
Kvöldið áður horfi ég á myndbönd af spretthlaupum. Svo á keppnisdegi hlusta ég á tónlist og fer í gegnum upphitunar rútínuna mína.

Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum?
Ég hleyp til þess að gleyma svo ekkert sérstakt atvik sem ég man eftir.

Uppáhalds frjálsíþróttamenn?
Usain Bolt og Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn?
Julian Reus.

Fallegasta frjálsíþróttakonan?
Tara Davis er skemmtileg. Hún er líka með sína eigin YouTube rás.

Adidas eða Nike?
Adidas.

Ef þú gætir bara afrekað annað hvort, hvort myndir þú vilja setja heimsmet eða vinna Ólympíugull og af hverju?
Setja heimsmet því þá væri maður bestur í sinni grein allra tíma.

Sturluð staðreynd um þig: Fyrsta skipti sem ég hljóp boðhlaup var í fyrra og þá settum við Íslandsmet félagsliða. Mitt fyrsta 100 metra hlaup var líka síðasta sumar.

Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur? https://youtu.be/U6OoCaGsz94

Reus+Davis

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.

 

2 comments

Leave a Reply