Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Irma Gunnarsdóttir

Frjálsíþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er sjöþrautarkonan Irma Gunnarsdóttir. Irma stóð sig frábærlega í sumar sem leið. Hún átti sína bestu sjöþraut frá upphafi í júní þegar hún varð Norðurlandameistari 22 ára og yngri. Þá hlaut hún 5401 stig og bætti sinn besta árangur um heil 274 stig. Hún er nú komin upp í 6. sæti á afrekalistanum, aðeins einu stigi á eftir Kristínu Birnu Ólafsdóttur-Johnson fyrrverandi Íslandsmethafa í greininni. Irma bætti sig jafnframt í fjórum greinum sjöþrautarinnar í ár og jafnaði sinn besta árangur í þeirri fimmtu.

irma6

Í lok sumars sigraði Irma svo á Beggja handa kastmóti Breiðabliks þar sem hún gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet.

Það er greinilegt að Irma er á mikilli uppleið og verður spennandi að sjá hvað hún gerir á næstu árum.

Þegar Irma er ekki á frjálsíþróttavellinum leggur hún stund á nám í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ á íþróttabraut. Fáum að kynnast henni aðeins betur.

Gælunafn: Irma.

Aldur:  20 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Instagram: @irmagunnars 

Félag: Breiðablik.

Grein og PB: Sjöþraut 5401 stig.

Þjálfari: Jón Sævar og Þráinn.

Uppáhalds matur? Heimagerð kjötsúpa.

Uppáhalds drykkur? Grænn Kristall.

Uppáhalds lag? In my mind – Dynoro.

Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar?
Ég byrjaði upprunalega að æfa frjálsar til að fá betri grunn fyrir handboltann og til að hafa eitthvað að gera á sumrin þegar handboltinn var í fríi. Svo fann ég mig bara vel í frjálsum og byrjaði að æfa á veturna líka og færði mig svo alveg yfir í frjálsar þegar ég var 15 ára. 

Hver er toppurinn á ferlinum hingað til?
Toppurinn á ferlinum mínum var án efa í sumar þegar ég varð Norðulandameistari í sjöþraut undir 23 ára.  Mér fannst samt líka frekar óvænt og skemmtilegt afrek að ná lágmarki á EM U20 sumarið 2017.

Hvernig hljómar síðasta æfing sem þú tókst?
Úthaldsæfing. 15 mín skokk, liðkun og svo hlaupa í 2 mín, hvíla 2 mín – 6 svona sprettir. Svo kvið og bak þrek í lokin. 

Hvernig hljómar erfiðasta æfing sem þú hefur tekið?
Uppbyggingatímabilið er alltaf erfiðast og hlaupin sem fylgja því, erfiðasta æfingin sem ég man eftir var með fyrstu æfingunum eftir þriggja vikna pásu og daginn eftir þunga lyftingaræfingu. En hún var svona 15 mín skokk, hlaupa 3 mín 1 mín í hvíld, hlaupa 3 mín 1 mín í hvíld og svo 3 sinnum hlaupa í 2 mín með 1 mín á milli í hvíld.  Þessar æfingar eru krefjandi en taka stuttan tíma og manni líður vel að vera búin með hana.

Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í frjálsum?
Handbolta.

Hvað gerir þú í frítíma þínum þegar að þú ert ekki að æfa og keppa?
Ef ég er ekki að læra þá er ég að horfa á þætti á Netflix eða bara slaka á.

Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni?
Ég vakna yfirleitt snemma þegar ég er að fara að keppa til þess að ég sé alveg örugglega vel vakandi og vel stefnd í keppnina. Set eitthvern góðan playlista sem peppar mig í gang og fæ mér eitthvað gott að borða.

Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum?
Á mér ekkert sérstaklega vandræðanlegt atvik en ég hef alveg nokkrum sinnu runnið á plankanum í langstökki lent á andlitinu í sandinum.

Uppáhalds frjálsíþróttamenn?
Nafi Thiam,  Ivana Spanovic og auðvitað Usain Bolt fyrirmyndar íþróttamaður.

Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn?
Asthon Eaton.

Fallegasta frjálsíþróttakonan?
Ivana Spanovic.

Adidas eða Nike?
Nike.

Ef þú gætir bara afrekað annað hvort, hvort myndir þú vilja setja heimsmet eða vinna Ólympíugull og af hverju?
Ég myndi vilja setja heimsmet því mér finnst það vera toppurinn, að vita að enginn hefur ná betri árangri.

Sturluð staðreynd um þig: Ég er búin að bæta mig um 647 stig  í þraut á rúmu ári.

Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur?
Ég fer ekki oft á youtube en þegar ég fer á youtube þá horfi ég á mynbönd af þeim bestu í frjálsum.

Nafi

Kristófer Þorgrímsson var frjálsíþróttamaður septembermánaðar. 

 

3 comments

Leave a Reply