Frjálsíþróttamaður febrúarmánaðar er engin önnur en Andrea Torfadóttir, en hún hefur verið meðal okkar fremstu spretthlaupara undanfarin ár. Síðasta ár var hennar besta hingað til, hún vann þá til silfurverðlauna í 60m á MÍ innanhúss og endaði í fimmta sæti árslistans í 100m hlaupi. FH-ingurinn fótfrái virðist ekkert ætla að gefa eftir og hefur byrjað þetta ár af krafti. Hún er sem stendur í þriðja sæti árslistans í 60m hlaupi og hefur hlaupið hraðast á 7,72 sek sem er einungis þremur hundraðshlutum frá hennar besta tíma í greininni. Andrea verður meðal þátttakenda á Meistaramóti Íslands um næstu helgi og verður spennandi að sjá hvað hún gerir þar.
Auk þess að æfa spretthlaup af krafti leggur Andrea stund á nám í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þessa önnina er hún í skiptinámi við KTH í Stokkhólmi og æfir á meðan með félaginu Spårvägen FK þar í borg. Hér að neðan fáum við að kynnast Andreu örlítið betur.
Gælunafn: Andrea.
Aldur: 22 ára.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Instagram: @andreatorfa
Félag: FH.
Grein og PB: 60m – 7,69s og 100m – 12,14s.
Þjálfari: Ari Bragi Kárason (á Íslandi) og Rolle Bergman (í Svíþjóð).
Uppáhalds matur? Mér finnst indverskur matur alveg ótrúlega góður.
Uppáhalds drykkur? Sódavatn.
Uppáhalds lag? Love On Top – Beyonce.
Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar? Ég gat alltaf hlaupið frekar hratt þegar ég var lítil og langaði því að prófa frjálsar. Hef ekki hætt að hlaupa síðan 🙂
Hver er toppurinn á ferlinum hingað til? Allar bætingar eru alltaf toppurinn.
Hvernig var síðasta æfing sem þú tókst? 10x60m sprettir.
Hver er erfiðasta æfing sem þú hefur tekið? Ég held að erfiðustu æfingarnar séu klárlega brekkusprettir sem ég tók regulega í haust. Þá tók ég 12x30m og 10x80m í grasbrekku og endaði síðan á 10x15m í mjög brattri grasbrekku.
Hvaða íþrótt myndir þú æfa ef þú værir ekki í frjálsum og af hverju? Ætli ég væri ekki í crossfit eins og svo margir á Íslandi.
Hvað gerir þú í frítíma þínum þegar að þú ert ekki að æfa og keppa? Ég er algjör chillari. Möns og Bachelor slær öllu við.
Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni? Slökun og góður matur kvöldið fyrir keppni er lykilatriði. Á keppnisdag kem ég mér í gírinn með nóg af pre-workouti og góðri tónlist.
Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum? Þegar ég datt á andlitið eftir 60m hlaup núna í vetur, það var ekki gaman.
Uppáhalds frjálsíþróttamenn? Allyson Felix hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi.
Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn? Mér dettur enginn í hug í augnablikinu.
Fallegasta frjálsíþróttakonan? Johnson-Thompson.
Adidas eða Nike? Nike.
Sturluð staðreynd um þig: Hef aldrei séð Lion King.
Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur? https://www.youtube.com/watch?v=V8FfVjWSl_4
Frjálsíþróttamenn síðustu mánaða:
Sæmundur Ólafsson
Irma Gunnarsdóttir
Kristófer Þorgrímsson
[…] einnig: Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Andrea Torfadóttir Frjálsíþróttamaður mánaðarins: Sæmundur Ólafsson Frjálsíþróttamaður mánaðarins: […]