Hrönn Guðmundsdóttir: Bandarískur meistari í 10 km götuhlaupi í flokki 50 til 55 ára

Hrönn Guðmundsdóttir sem býr í Kaliforníu og æfir og keppir með Impala Racing team gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum aldursflokki á bandaríska aldursflokkameistaramótinu í 10 km götuhlaupi sem fram fór í Dedham, MA 28. apríl s.l. Ég sá grein fyrir mótið þar sem Hrönn var talin upp með átta öðrum konum sem voru taldar sigurstranlegar í flokknum en var samt ekki spáð verðlaunasæti.

Á myndinni er Hrönn í miðið með tveimur liðsfélögum sínum, Kelly og Alexöndru, í Impala Racing team með verðlaunapeninginn um hálsinn

Hrönn sigraði í flokknum á 38:51 mín, önnur var Lori Kingsley á 40:12 min og þriðja Mimi Fallon (sem spáð hafði verið sigri) á 40:20 mín.

Hrönn hefur náð góðum árangri í vor, hljóp 5000 m brautarhlaup á 19:07,87 min 30. mars og 5 km götuhlaup á 19:12 min 14. apríl.

Fyrir þá sem ekki þekkja feril Hrannar þá var hún í landsliðinu í millivegalengdum og á enn þriðja besta tíma í 800 m hlaupi frá upphafi, 2:06,22 min, frá 08.08.1982. Á síðari árum hefur hún tekið þátt í götuhlaupum og víðavangshlaupum í eldri aldursflokkum og náð góðum árangri.

 

Leave a Reply