Hæsta stökk sögunnar utanhúss – Umfjöllun um Demantamótið í Stokkhólmi

Demantamótið í Stokkhólmi fór fram 30. júní á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Sagan drýpur af hverju strái á þeim velli en hann er tekinn í notkun árið 1912 fyrir Ólympíuleikana sama ár.

Undirritaður var staddur á vellinum og sat í fremstu röð rétt við endamarkið á hlaupabrautinni. Tímaseðillinn var þéttskipaður og innihélt heimsklassa frjálsíþróttafólk. Mótið fór rólega af stað en kúluvarp kvenna var fyrsta demantagrein kvöldsins.

Bandaríski kúluvarparinn Chase Ealey sigraði kúluvarp kvenna með kasti upp á 20.48 metra, Ealey mætti á Reykjavíkurleikana í febrúar og vann þá.

Barátta heimsmeistarans við ólympíumeistarann

Spjótkast karla var gríðarlega sterk keppnii, Indverjinn, Neeraj Chopra sem er ríkjandi ólympíumeistari í greininni bætti sinn besta árangur og setti landsmet með kasti upp á 89.94 metra. Það dugði þó ekki til sigurs þar sem að Grenadamaðurinn, Anderson Peters kastaði 90.31 metra sem er mótsmet. Peters er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Þjóðverjinn Julian Weber var í þriðja sæti með 89.08 metra kast og Tékkinn Jakup Vadlejch var fjórði með 88.59 metra. Gríðarlega sterk keppni.

Frábær 400 metra grindahlaup

Hollendingurinn Femke Bol sigraði 400 metra grindarhlaup kvenna á tímanum 52.27 sek sem er demantamótaraðarmet, mótsmet og hennar besti árangur á árinu. Sigur hennar var nokkuð öruggur og verður gaman að sjá hana hlaupa á HM í Oregon.

Brasilíumaðurinn, Alison Dos Santos sigraði 400 metra grindarhlaup karla á tímanum 46.80 sek sem er besti tími ársins í greininni og mótsmet. Frábært hlaup á honum og hann er í hörku formi fyrir HM.

Simbine fljótastur og besti tími ársins í 3000 metra hlaupi karla

Akani Simbine frá Suður Afríku sigraði 100 metra hlaup karla á tímanum 10.02 sek, mótvindur var – 0.5 m/s. Ólympíumeistarinn Marcell Jacobs, frá Ítalíu dróg sig úr keppni vegna smávægilegra meiðsla, hann stefnir á að vera klár fyrir HM og vildi ekki taka óþarfa sénsa.

Dominic Lokinyomo Lobalu sem keppir fyrir lið flóttamanna sigraði 3000 metra hlaup karla á tímanum. Lokinyomo sem er frá Suður – Súdan hljóp á besta tíma ársins í greininni, 7:29,48 mín.

Keníski Kazakinn

Daisy Jepkemei sem keppir fyrir Kazakstan vann 3000 metra hindrunarhlaup kvenna á sínum besta tíma í ár, 9.15.77 mín. Hún keppti áður fyrir Kenía. Alice Finot var í öðru sæti á nýju frönsku meti, 9:19.59 mín.

Spennandi spretthlaup kvenna

Jasmine Camacho – Quinn frá Púertó Ríkó vann 100 metra grindarhlaup kvenna á tímanum 12.46 sek, hún er ríkjandi ólympíumeistari í greininni. Tobi Amusan frá Nígeríu varð önnur á 12.50 sek og Nia Ali frá Bandaríkjunum þriðja á 12.53 sek.

Dina Asher – Smith og Mujinga Kambundji fengu sama tíma í 200 metra hlaupi kvenna en Asher – Smith var dæmd á undan, tími þeirra var 22.37 sekúndur. Daninn Ida Karstoft var þriðja á 22.90 sek.

Moraa og Moula best í 800 metra hlaupi

Mary Moraa frá Kenía hafði betur gegn Keely Hodkingsson í 800 metra hlaupi kvenna. Sigurtími Moraa var 1:57.69 mín. Slimane Moula frá Alsír var sterkastur í 800 metra hlaupi karla, hann kom fyrstur í mark á tímanum 1:44.60 mín. Frakkarnir Benjamin Robert og Gabriel Tual voru í öðru og þriðja sæti.

Ugen og Pattersson fóru lengst og hæst

Lorraine Ugen frá Bretlandi vann langstökk kvenna með stökki upp á 6.81 metra. Ástralin Eleanor Patterson stökk hæst í hástökki kvenna eða 1.96 metra, hæsta stökk hennar á árinu. Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu varð einugis fimmta með 1.89 metra. Hún hefur stokkið 2.01 metra utanhúss best í ár.

Alekna yngri að stríða stóru strákunum

Kringlukast karla var einn af hápunktum mótsins, þar keppti heimamaðurinn Daniel Ståhl sem er ríkjandi ólympíumeistari í greininni. Það leit allt út fyrir að 19 ára Lithái myndi óvænt sigra kringlukastið, sá heitir Mykolas Alekna og er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna. Alekna yngri kastaði 69.81 metra sem er bæting hjá honum. Slóveninn stóri, Kristjan Ceh átti risa kast í 5. umferð yfir 70 metra (70.02) og sigraði keppnina. Mótsmet hjá Ceh. Daniel Ståhl var þriðji með 67.57 metra.

Sterk sveit Sviss

Bestu boðhlaupssveitir heims eru í fullum undirbúningi fyrir HM og EM. 4 x 100 metra boðhlaup karla og kvenna fór fram á mótinu. Hollendingar sigruðu 4 x 100 metra boðhlaup karla á besta tíma sínum í ár, 38.70 sek. Sviss sigraði 4 x 100 metra boðhlaup kvenna á nýju mótsmeti og besta tíma ársins, 42.13 sek, þar hljóp Mujinga Kambundji frábæran annan sprett og Aijla Del Ponte sigldi sigrinum heim á þeim síðasta.

Armand Duplantis sýningin

Hápunktur kvöldsins var síðan stangarstökk karla. Þar voru allir bestu stangastökkvarar heimsins mættir til leiks og beindust öll augu að Svíanum Armand Duplantis. Duplantis setti upp sýningu fyrir viðstadda þar sem hann fór yfir hverja hæðina á fætur annari. Duplantis endaði á að stökkva 6.16 metra sem er hæðsta stökk sögunnar utanhúss. Það var gaman að sjá að þrír stökkvarar reyndu sig við 6.03 metra en það voru þeir Chris Nilsen frá Bandaríkjunum og Thiago Braz frá Brasilíu.

Frábært kvöld í Stokhólmi þar sem 6 landsmet, 2 demantamótaraðarmet og 6 mótsmet voru sett.