Allt sem þú þarft fyrir HM

Það er tíu daga frjálsíþróttaveisla framundan en á morgun hefst heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregonfylki í Bandaríkjunum. Fyrsta keppnisgrein hefst klukkan 14:05 að íslenskum tíma og er það undanúrslit í sleggjukasti karla þar sem Hilmar Örn Jónsson er á meðal keppenda. Keppnin hefst klukkan 16:05 að íslenskum tíma og verður sýnt frá keppninni á ruv.is.

World Athletics hefur síðustu daga verið að hita upp og skrifað grein fyrir hverja einustu keppnisgrein á mótinu. Greinarnar má nálgast hér.

RÚV mun einungis sýna frá kvöld-sessions og byrja útsendingar klukkan 00:00. Það verða 49 heimsmeistarar krýndir á mótinu og fara flestar úrslitakeppnirnar fram á kvöldin. Hægt er að sjá keppendalista, tímaseðil og úrslit hér.

The Inside Track er komið aftur og eru það gleði fréttir fyrir grjótharða aðdáendur íþróttarinnar. The Inside Track er platform þar sem aðdáendur geta fengið fleiri og ítarlegir gögn eins nánari úrslit, millitíma og allskonar uppfærslur í rauntíma. Eina sem maður þarf að gera er að búa til aðgang hér sem kostar ekki krónu. 

Fleirri upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins.

Áfram Hilmar, áfram Ísland!