Maraþonhlaupið á heimsmeistaramótinu í Eugene var að ljúka. Eþíópíumaðurinn Tamirat Tola vann hlaupið á 2:05:36 og varð rúmri mínútu á undan landa sínum Mosinet Geremew sem kom annar í mark á 2:06:44. Tola bætti þar með gulli við silfrið sem hann vann í London árið 2017. Bashir Abdi frá Belgíu varð þriðji á 2:06:48. Allir þrír voru undir meistaramótsmeti Abel Kirui frá Berlín árið 2009.
Hlaupið í dag fór nokkuð rólega af stað og voru um 30 hlauparar enn í leiðtogahópnum þegar hlaupið var hálfnað. Hópurinn fór í gegnum 21km á 64:08. Þegar um 32km voru búnir af hlaupinu voru 14 hlauparar enn í fremsta hóp. Þá keyrði Tola upp hraðann en hann hljóp 34. kílómeterinn á 2:43 og náði um sjö sekúndna forskoti á næsta mann. Eftir það jók Tola forskot sitt jafnt og þétt og kom fyrstur í mark á nýju meistaramótsmeti eins og áður segir. Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins og alla millitíma.
Keníumaðurinn Lawrence Cherono, sigurvegari í Boston og Chicago maraþonunum árið 2019, var skráður til leiks í hlaupið en fékk ekki að hlaupa vegna falls á lyfjaprófi en lesa má meira um það hér.