HM í Eugene: Aldrei áður hefur þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum degi

Heimamenn hafa staðið sig frábærlega það sem af er heimsmeistaramótinu í Eugene. Þau eru langefst á toppi verðlaunatöflunnar með alls fjórtán verðlaun, þar af 6 gull. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Eþíópía með fjögur verðlaun alls, þar af þrjú gull.

Það er greinilegt að heimavöllurinn gefur bandaríska íþróttafólkinu mikið en gífurleg stemning var á áhorfendapöllunum í gær þegar heimamenn unnu alls til 9 verðlauna af þeim 21 sem í boði voru. Aldrei í sögunni hefur ein þjóð unnið til jafnmargra verðlauna á einum og sama deginum á heimsmeistaramóti.

Heimamenn unnu þrefalt í kúluvarpi karla auk þess að vinna tvöfalt í stangarstökki kvenna og 110m grindahlaupi karla. Þá unnu Bandaríkjakonur gull og brons í sleggjukast kvenna. Alveg hreint ótrúlegur dagur.

Sjá:
HM í Eugene: Þrefalt hjá Jamaíkukonum í 100m og Bandaríkjamönnun í kúlu
HM í Eugene: Andersen með þriðja gull heimamanna – koma þrjú til viðbótar í nótt?

Bandaríkjamenn eiga möguleika á enn fleiri verðlaunum þegar keppni heldur áfram í kvöld og nótt. Keppt verður til úrslita í hástökki karla, þrístökki kvenna, 3.000m hindrunarhlaupi karla og 1500m hlaupi kvenna auk þess sem úrslitin ráðast í sjöþraut kvenna. Anna Hall er í verðlaunabaráttu í sjöþrautinni, Sinclaire Johnson er til alls líkleg í 1500m, Evan Jager og Hillary Bor gætu krækt í verðlaun í hindrunarhlaupinu, Keturah Orji á möguleika á verðlaunum í þrístökkinu og JuVaughn Harrison gæti blandað sér í baráttuna í hástökkinu. RÚV sýnir beint frá mótinu og hefst útsending á miðnætti.