Sjáðu stökk Daníels Inga frá því í gær

Líkt og Silfrið fjallaði um í gær náði Daníel Ingi Egilsson frábærum árangri þegar hann keppti í þrístökki á Nordic-Baltic U23 mótinu í Malmö um helgina. Daníel Ingi stökk lengst 15,51m (+2,1) sem skilaði honum silfurverðlaunum á mótinu. Daníel Ingi átti frábæra stökkseríu en hann stökk alls þrisvar sinnum yfir 15,30m. Lengsta stökk hans með löglegum vindi mældist 15,31m (+1,9) og er það lengsta löglega stökk Íslendings í 60 ár en einungis Íslandsmethafinn Vilhjálmur Einarsson hefur stokkið lengra.

Hér að neðan má sjá myndbönd af stökkum Daníels Inga sem þjálfari hans, Hermann Þór Haraldsson, tók.

ÍR-ingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir vann til gullverðlauna í kúluvarpi á mótinu en hér má lesa nánar um árangur Íslendinganna í Malmö um helgina.