HM í Eugene: Fyrsta sinn í sögunni sem þrjár fara undir níu mínútur í sama hlaupinu

Kasakinn Norah Jeruto varð í nótt heimsmeistari í 3.000 metra hlaupi kvenna á nýju heimsmeistaramótsmeti, 8:53,02. Eþíópíkonurnar Werkuha Getachew og Mekides Abebe unnu silfur og brons, Getachew á 8:54,61 og Abebe á 8:56,08. Tími Getachew er nýtt eþíópískt met.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þrjár hlaupa undir níu mínutur í sama hlaupinu en tímar verðlaunahafanna þriggja eru þeir þriðji, fjórði og fimmti bestu í sögunni. Einungis Beatrice Chepkoech og Ruth Jebet hafa hlaupið hraðar.

Winfred Yavi frá Barein var í verðlaunabaráttunni allt fram að síðustu vatnsgryfjunni. Hún hitti þó illa á bunkann og lenti illa í vatnsgryfjunni sem gerði það að verkum að hún missti mikinn hraða. Hún náði sér ekki á strik eftir það og endaði fjórða á 9:01,31.

Heimakonurnar Emma Coburn og Courtney Frerichs, sem samtals eiga fimm verðlaun frá stórmótum, komust ekki á verðlaunapallinn í þetta sinn. Frerichs endaði sjötta á á 9:10,59 og Coburn áttunda á 9:16,49. Þær eiga samtals