Tuttugu og þrír karlar voru skráðir til leiks í tugþrautarkeppni karla á Heimsmeistaramótinu í Eugene. Fyrir fram var búist við einvígi Heimsmetshafans Kevin Mayer og Ólympíumeistarans Damian Warner. Margt átti hins vegar eftir að ganga á, leggjum af stað.
100 metra hlaup
Kanadamennirnir Warner og Pierce Lepage hlupu hraðast í 100 metra hlaupinu og fengu báðir yfir 1000 stig fyrir það. Warner rann skeiðið á 10.27 sekúndum og Lepage á 10.39 sek. Þriðji hraðastur var Ástralinn Ashley Moloney á 10.49 sek.
Mayer hljóp á besta tíma sínum í ár, 10.62 sek. Norðmaðurinn Sander Skotheim var sá eini sem bætti sig í fyrstu grein, hljóp á 10.88 sek.
Zach Ziemek frá Bandaríkjunum fór einnig vel af stað með því að hlaupa á 10.57 sek.
Gamanið var stutt fyrir Ecuadorann Andy Preciado sem hljóp 5 skref og hætti síðan keppni. Eftir stóðu tuttugu og tveir.
Langstökk
Warner vann líka langstökkið, hann stökk 7.87 metra. Ziemek stökk sitt besta stökk á árinu með því að svífa 7.70 metra. Þriðji var Ayden Owens-Delerme með bætingu upp á 7.64 metra.
Mayer átti nokkuð öruggt langstökk og stökk 7.54 metra, jafn lagnt og Lepage.
Svíinn Marcus Nilson lenti í brasi í langstökkskeppninni og stökk 5.90 metra, hann hætti eftir hana. Eftir voru tuttugu og einn.
Staðan eftir langstökkið var Warner – Lepage og Ziemek.
Kúluvarp
Grenadamaðurinn Lindon Victor átti nokkuð fínar fyrstu tvær greinar og stimplaði sig rækilega inn í kúluvarpinu með því að sigra það með kast upp á 16.29 metra. Þjóðverjinn Leo Neugebauer varpaði kúlunni 15.83 metra og Ziemek hélt sínu fljúgandi starti áfram með því að bæta sig í kúlu, kastaði 15.37 metra.
Eistarnir Maicel Uibo og Johannes Erm bættu sig einnig í kúlu, köstuðu 15.17 og 15.01 metra.
Mayer sem er góður kúluvarpi var ekki ángæður með kúluvarpið en hann varpaði henni 14.98 metra.
Staðan eftir kúluna var Warner – Ziemek – Owens
Hástökk
Ungi Norðmaðurinn Sander Skotheim sigraði hástökkið með bætingu. Skotheim stökk 2.17 metra. Heimamaðurinn Kyle Garland stökk 2.14 metra og Uibo stökk 2.11 metra. Garland vippaði sér upp í þriðja sætið í þrautinni með góðu hástökki.
Ziemek og Cedric Dubler stukku báðir 2.08 metra.
Kevin Mayer var ánægður með 2.05 metra sem var það sama og Warner stökk. Fengu því þeir báðir jafn mörg stig fyrir greinina.
Staðan eftir hástökk var Warner – Ziemek – Garland.
400 metra hlaup
Dramatíkin var mikil í 400 metra hlaupi karla. Warner sem stefndi í að eiga nokkuð góðan fyrri dag tognaði eftir 100 metra í hlaupinu. Virkilega ömurlegt að horfa upp á. Hann fékk því 0 stig fyrir greinina og keppti ekki meira. Þetta hafði þá þýðingu að opna baráttuna um sæti á verðlaunapalli.

Senuþjófurinn í örlagaríka hlaupinu sem Warner tognaði í var strákurinn frá Púertó Ríkó, Owens-Delerme. Hann hljóp hringinn á 45.07 sek, já 45.07 sek. 45.07 sek (bara svona ef þið voruð ekki búin að ná því. Lepage átti gott hlaup og var samt næstum tveimur sekúndum á eftir Owens-Delerme. Tími Lepage var 46.84 sek, þriðji var Ástralinn Ash Moloney á 46.88 sek.

Mayer hljóp á 49.40 sek.
Staðan eftir fyrri dag var sú að Owens-Delerme leiddi með 4606 stig. Annar var Lepage með 4485 stig og þriðji var Ziemek með 4469 stig.
Mayer var í sjötta sæti með 4372 stig en hann er gríðarlega sterkur á degi tvö.
110 metra grindarhlaup
Pierce Lepage byrjaði seinni daginn á bætingu í grindarhlaupi, Lepage hljóp á 13.78 sek, annar var Owens-Delerme á 13.88 sek og þriðji Ástralinn Daniel Golubovic á sama tíma og Kevin Mayer, 13.92 sek.
Heimsmeistarinn Niklas Kaul virtist vera að ranka við sér en hann bætti sig og hljóp á 14.27 sek.
Warner mætti augljóslega ekki til leiks og eftir voru tuttugu.
Staðan eftir grindina var sú sama og eftir fyrri dag.
Kringlukast
Tékkinn Jirí Sýkora sem hafði haft hægt um sig fyrir kringluna mætti með læti. Sýkora kastaði 54.39 metra sem er nýtt Heimsmeistaramótsmet í tugþrat. Bætti þar met Brian Clay. Lindon Victor kastaði 53.92 metra og Lepage bætti sig og kastaði 53.26 metra.

Mayer kastaði 49.44 metra en sá sem leiddi þrautina hann Owens-Delerme kastaði bara 42.36 metra.
Lepage hoppaði upp fyrir Owens-Delerme eftir kringluna og Zimek var áfram í þriðja sætinu. Mayer vann sig upp í fjórða sætið.
Stangarstökk
Það er oft talað um það að þegar að menn fara yfir fyrstu hæð sína í stangarstökki þá geti þeir andað léttar. Það gerðu allir nema Þjóðverjinn Tim Nowak. Eistinn Janek Oiglane mætti ekki til leiks líkt og Ástralinn Ash Moloney.
Mayer og Zimek mættu hins vegar klárir til leiks. Þeir stukku báðir 5.40 metra. Uibo stökk 5.30 metra. Lepage átti fínan dag með 5 metra stökki.

Owens – Delerme þá félaga lengra frá sér en hann stökk 4.50 metra.
Staðan eftir stöngina var Lepage – Zimek – Mayer. Fyrsta sinn sem Mayer kom sér í top þrjá.
Spjótkast
Mayer nánast geirnelgdi sigurinn með því að kasta spjótinu lengst allra, 70.31 metra. Niklas Kaul sem er að finna sitt gamla form í spjótinu kastaði 69.74 metra. Ziemek kastaði 62.18 metra og Lepage 57.52 metra. Staða efstu þriggja manna var nokkuð klár, baráttan var hins vegar um annað sætið þar sem að munaði 11 stigum á Lepage og Ziemek.
Staðan fyrir 1500 var Mayer – Lepage – Ziemek.

1500 metra hlaup
Owens-Delerme sýndi rosalega þrautseigju með því að bæta sig í 1500 metra hlaupi og bæta sig. Tími hans var 4:13.02 mín, Niklas Kaul er frábær í síðustu tveimur greinunum og hljóp á 4:13.81 sem er bæting.
Mayer kláraði á 4:41.44. Lepage þurfti að vera á undan Zimek og tókst það!
Kevin Mayer var heimsmeistari með 8816 stig. Annar var Pierce Lepage með 8701 stig og þriðji Zachery Ziemek með 8676 stig. Fjórði var Owens-Delerme með 8532 stig og á hann eftir að vera hættulegur á næstu árum.