HM U20: Glódís Edda hefur lokið keppni

Akureyringurinn Glódís Edda Þuríðardóttir keppti í undanriðli 100m grindahlaups á Heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í dag. Glódís kom í mark á tímanum 14,53s og endaði sjöunda í sínum riðli. Hún endaði í 38. sæti í heildina og komst því miður ekki áfram í undanúrslitin. Glódís er búin að hlaupa hraðast á 14,33s í ár en síðasti tíminn inn í undanúrslitin var 13,82s. Heildarúrslit undanriðlanna má finna hér.

Glódís átti gott start í hlaupinu en virtist missa jafnvægið aðeins eftir fyrstu grindurnar og náði hraðanum ekki aftur upp eftir það. Hlaup Glódísar má sjá hér að neðan.

Þá hafa báðir íslensku keppendurnir lokið keppni á mótinu en áður hafði Kristján Viggó Sigfinnsson keppt í hástökki eins og lesa má um hér.