Bikarkeppni FRÍ – Bein textalýsing

Í dag, laugardaginn 13. ágúst, fer fram Bikarkeppni FRÍ á nýja ÍR-vellinum í Mjóddinni. Við hjá Silfrinu verðum með beina textalýsingu hér að neðan. Til að sjá textalýsinguna í síma eða spjaldtölvu þarftu að fara neðst á síðuna og smella á Exit mobile version. Að þessu sinni senda 5 félög lið til leiks, en FH sendir tvö lið svo samtals eru liðin sex talsins. Liðin eru Ármann, Breiðablik, FH-A, FH-B, HSK/Selfoss og ÍR. Keppni hefst klukkan 13:00.