Baldvin Þór Magnússon opnaði innanhússtímabilið frábærlega þegar hann bætti Íslandsmetið í 5000m hlaupi innanhúss á Sharon Colyear-Danville Open mótinu í Boston í gær. Baldvin, sem keppir fyrir Eastern Michigan hóskólann, kom í mark á tímanum 14:01,29 og bætti þar með sinn besta árangur um tæpar þrettán sekúndur og í leiðinni fimm ára gamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar um tæpar tíu sekúndur. Baldvin endaði í 17. sæti í sínum riðli og í 82. sæti í heildina af þeim 199 keppendum sem komu í mark. Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins.
