Site icon Frjálsíþróttavefurinn Silfrið

Irma stórbætti Íslandsmetið í þrístökki innanhúss

FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir stórbætti Íslandsmetið í þrístökki innanhúss á Stökkmóti FH sem fram fór í Kaplakrika um helgina. Irma stökk lengst 13,13m og bætti þar með 25 ára gamalt met Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur um 30 sentímetra.

Irma átti frábæra stökkseríu og bætti Íslandsmetið í þrígang. Irma stökk 12,87m strax í fyrstu umferð og bætti met Sigríðar Önnu um 3cm. Annað stökk hennar var ógilt en það þriðja mældist 13,10m og var bæting á nokkurra mínútna meti Irmu um 23cm. Fjórða stökkið var ógilt en það fimmta mældist 13,13m og þriðja bætingin á Íslandsmetinu staðreynd. Sjötta og síðasta stökk Irmu reyndist ógilt.

Irma situr nú í fimm af tíu efstu sætum listans yfir bestan árangur kvenna í þrístökki innanhúss frá upphafi. Innanhússtímabilið er rétt að byrja og er Irma því til alls líkleg á komandi mótum. Íslandsmetið utanhúss er 13,18m og er í eigu Sigríðar Önnu.

NafnFélagÁrangurÁr
1Irma GunnarsdóttirFH13,13m2022
2Sigríður Anna GuðjónsdóttirHSK12,83m1997
3Jóhanna IngadóttirÍR12,80m2009
4Irma GunnarsdóttirFH12,75m2022
5Irma GunnarsdóttirBreiðablik12,70m2021
6Jóhanna IngadóttirÍR12,68m2012
7Sigríður Anna GuðjónsdóttirHSK12,67m1996
8Irma GunnarsdóttirBreiðablik12,66m2021
9Irma GunnarsdóttirBreiðablik12,62m2021
10Sigríður Anna GuðjónsdóttirHSK12,56m1995
Tíu bestu afrek kvenna í þrístökki innanhúss frá upphafi.
Exit mobile version