Erna Sóley opnaði tímabilið á nýju Íslandsmeti

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir opnaði innanhússtímabilið frábærlega þegar hún sigraði á Houston Invitational mótinu nú um helgina. Erna kastaði lengst 17,34m og bætti eigið Íslandsmet um 39cm. Erna átti frábæra kastseríu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla metinu sem hún setti fyrir tæpum tveimur árum (16,95m). Erna, sem keppir fyrir Rice háskólann í bandarísku NCAA háskóladeildinni, kastaði einnig lengra en tæplega ársgamalt Íslandsmet hennar í kúluvarpi utanhúss (17,29m).

Erna er því fyrsta íslenska konan sem kastar yfir 17m í kúluvarpi innanhúss. Erna skipar nú jafnframt efstu tíu sætin yfir bestan árangur íslenskra kvenna í kúluvarpi innanhúss frá upphafi. Hinn fjölhæfi kastari og Íslandsmethafinn í spjótkasti, Ásdís Hjálmsdóttir, sem átti Íslandsmetið á undan Ernu, skipar ellefta sætið með 16,18m.

NafnÁrangurDagsetning
1Erna Sóley Gunnarsdóttir17,34m27.01.2023
2Erna Sóley Gunnarsdóttir16,95m21.02.2021
3Erna Sóley Gunnarsdóttir16,90m22.01.2022
4Erna Sóley Gunnarsdóttir16,79m20.02.2022
5Erna Sóley Gunnarsdóttir16,75m11.02.2022
6Erna Sóley Gunnarsdóttir16,70m27.02.2022
7Erna Sóley Gunnarsdóttir16,57m13.12.2021
8Erna Sóley Gunnarsdóttir16,46m08.01.2022
9Erna Sóley Gunnarsdóttir16,31m05.02.2022
10Erna Sóley Gunnarsdóttir16,19m17.01.2020
Topp tíu listinn yfir bestan árangur íslenskra kvenna í kúluvarpi innanhúss frá upphafi. Heimild: Afreksakrá FRÍ.