Frjálsíþróttakona mánaðarins – Hafdís Sigurðardóttir

Hafdísi Sigurðardóttur ættu allir frjálsíþróttaáhugamenn að kannast vel við. Hafdís er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í langstökki sem og í spretthlaupum. Í fyrra setti hún glæsilegt Íslandsmet í langstökki með stökk upp á 6,56cm. Um þessar mundir dvelur Hafdís í Svíþjóð við æfingar þar sem hún reynir nú að ná lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst.

Nafn: Hafdís Sigurðardóttir

Félag:  UFA

Grein: Langstökk en finnst gaman að hlaupa líka :)

Þjálfari: Katrin Klaup

Hvernig hljómar síðasta æfing sem þú tókst? Morgunæfing. Upphitun, skokk og drillur. 8x60m þriggja punkta start. Lyftingar: 4 sett: hnébeygja 3x6x50kg grunnt og hratt – 3x2x110kg grunnt. Svo kviður og bak æfingar og teygjur.

Hver er toppurinn á ferlinum hingað til? Held ég verði að segja það að keppa á EM utanhúss 2014 og innanhúss 2015 hafi verið ein skemmtilegasta og besta upplifunin. Annars eru Íslandsmetin alltaf frábær!

Hver er “botninn” á ferlinum hingað til?  Veit ég ekki hvernig ég ætti að skilgreina „botninn“ á mínum ferli en það að lenda í meiðslum sem taka langan bataferil hafa verið erfiðust hingað til. En það er enginn botn í mínum orðaforða, þú bara heldur áfram.

Afhverju byrjaðir þú að æfa frjálsar? Frjálsar tíðkuðust í sveitinni þar sem ég er uppalin og báðar systur mínar voru að æfa frjálsar þannig að ég fylgdi þeim eftir og þótti það svona líka rosalega skemmtilegt.

Hvar og hvenær var þín fyrsta keppni í frjálsum og hver var árangurinn?  Man ekki eftir mínu fyrsta móti en ég kíkti á mótaforritið og fyrsta mótið sem er skráð þar inn er frá 1995 á Laugum í Reykjadal en þá er ég 8 ára. Ég keppti m.a. í langstökki stökk 3,40m (-2,5) og 60m 10,1 sek (+7,1) ætli ég hafi ekki bara fokið í mark J

Hvað gerir þú í frítíma þínum þegar að þú ert ekki að æfa og keppa? Eyði tíma með fjölskyldunni og fer jafnvel í sveitina mína, það er ekkert betra en að komast í sveitina og slappa af og vera innan um dýrin. Annars hef ég verið í háskólanámi og því þarf nú að sinna töluvert.

Hvað gerir þú til að gíra þig upp fyrir keppni: Hlusta á góða tónlist og reyni að peppa sjálfa mig með jákvæðum hugsunum.

Uppáhalds frjálsíþróttamenn? Usain Bolt, Nelson Evora, Naide Gomes, Greg Rutherford, Jessica Ennis Hill … svona til að nefna nokkra.

Fallegasti frjálsíþróttamaðurinn? Nelson Evora

Fallegasta frjálsíþróttakonan? Darya Klishina

Vandræðalegasta atvik inn á frjálsíþróttavellinum? Ég reyni eftir bestu getu að forðast vandræðalegar uppákomur, ef ég hef upplifað eitthvað svoleiðis þá reyni ég að gleyma því sem fyrst haha.

Uppáhalds matur:  Mjólkurgrautur

Uppáhalds drykkur: Íslenska vatnið

Uppáhalds hljómsveit: Rosalega breytilegt, engin sérstök í uppáhaldi

Hvaða youtube myndbandi mælir þú með fyrir lesendur: https://www.youtube.com/watch?v=pItoqDsTzP8

Besta lagið í dag er: Úff.. í augnablikinu er ég hrifin af Faded

Leave a Reply